
Robinsteck In Her Shoes varð besti boxerinn og hlaut sitt annað meistarastig á júní sýningu HRFÍ 2011. Walkon Icelandic Issue hlaut fyrstu einkunn og var besti ungliðinn. Bjarkeyjar Hot Foot (Stinger) hlaut líka 1.einkunn og varð annar besti ungliðinn. Við erum ánægð með frammistöðu hundanna okkar því aðrir hundar hlutu ekki náð fyrir augum dómarans.
Í cocker varð Bjarkeyjar Kolbrá Lóa (eigandi Guðrún Margrét Baldursdóttir) besti hundur tegundar, fékk sitt þriðja meistarastig og er því að bíða eftir meistaratitli sínum.