ISShCh Bjarke
yjar Meant To Be varð BHT í Boxer með CACIB og BIG-1. ISShCh Walkon Icelandic Issue varð BOS með CACIB. Ungliðinn Bjarkeyjar Ísar varð annar besti rakki með sitt fyrsta meistarastig. Þriðji besti rakki var Bjarkeyjar Ash´N'Smoke með vara-cacib. Önnur besta tík var Bjarkeyjar Ísadóra með sitt fyrsta meistarastig og þriðja besta tík tegundar var Bjarkeyja Ísold með meistaraefni.
Í cocker varð Bjarkeyjar Take A Chance On Me besti hundur tegundar og BIG-1. Árangur hans á þessari sýningu veitti honum þau stig sem hann þurfti til að sækja um íslenskan og alþjóðlegan meistaratitil.
Boxer ræktunarhópurinn okkar fékk frábæra dóma sem og afkvæmahópur ISShCh Walkon Icelandic Issue og urðum við í öðru sæti í úrslitum með báða hópana.
Eftir þessa sýningu er ljóst að ISShCh Meant To Be er stigahæsti boxer ársins 2012, annar stigahæsti boxerinn er ISShCh Walkon Icelandic Issue og við erum stigahæstu ræktendur ársins í boxer.
Á tveimur af fjórum sýningum ársins hafa cocker-hundar úr okkar ræktun unnið tegundina og raðað sér í 1. og 4. sætið í tegundarhópi 8. Getum við ekki annað en verið ánægð með þennan árangur. Við kveðjum því þetta sýnigarár með miklu þakklæti til dómara og þeirra sem hafa aðstoðað okkur.