
Sýningin gekk vel og urðu helstu úrslit þessi: Í Boxer varð RW-13 ISSHCH Bjarkeyjar Meant To Be besta tík með CACIB en ISSCH Walkon Icelandic Issue varð besti hundur tegundar og fékk sitt 5 CACIB þannig að nú getur hann sótt um alþjóðlegan meistaratitil þar sem vantaði einn dag upp á að fyrri fjögur stig myndu duga til alþjóðlegs meistaratitils.
Í cocker varð RW-13 C.I.E. ISSHCH Bjarkeyjar Take A Chance On Me besti hundur tegundar og fékk sitt 6 CACIB og Bjarkeyjar Sóllilja varð besta tík með sitt fyrsta íslenska og alþjóðlega meistarastig. Bjarkeyjar Thank You For The Music varð þriðji besti rakki með meistaraefni. Ræktunarhópurinn fékk frábæra dóma hjá Frank Kane.