
Það er ekki hægt að segja annað en að febrúar sýning 2015 hafi verið skemmtileg :-)
Í boxer varð Robinsteck Al Pacino (Brasco) besti hundur tegundar með sitt 5 íslenska meistarastig og sitt fyrsta CACIB aðeins 20 mánaða gamall. ISShCh Bjarkeyjar Ísar varð annar besti rakki tegundar með vara-CACIB og öldungurinn Bjarkeyjar Ívan Valur varð 3. besti rakki tegundar með meistaraefni.
ISShCh Bjarkeyjar Ísadóra varð önnur besta tík tegundar með vara-CACIB og systir hennar Bjarkeyjar Moment In Time varð 3. besta tík tegundar með meistaraefni.
Bjarkeyjar ræktunarhópur fékk heiðursverðlaun og Robinsteck Al Pacino endaði í 4. sæti í grúppu 2.
Í cocker varð ISShCh Bjarkeyjar Thank You For The Music (Nói) besti rakki tegundar með sitt fjórða CACIB og bíður nú staðfestingar frá FCI á alþjóðlegum meistaratitli. RW-14 RW-13 C.I.E. ISShCh Bjarkeyjar Take A Chance On Me (Karri) varð annar besti rakki tegundar með vara-CACIB. Sonur Karra, Siggu Jónu Benedikt Búálfur, varð 3. besti rakki tegundar með sitt annað íslenska meistarastig aðeins 20 mánaða gamall.
Siggu Jónu Gullbrá til Bjarkeyjar varð 5. besta tík tegundar með meistaraefni á sinni fyrstu sýningu.
RW-14 RW-13 C.I.E. ISShCh Bjarkeyjar Take A Chance On Me keppti í afkvæmahópi og varð afkvæmahópur hans besti afkvæmahópur sýningar á laugardeginum!
Í íslenskum fjárhundi varð Bjarkeyjar Brák önnur besta tík í hvolpaflokki 4-6 mánaða.
Öldungurinn okkar hann Arnarstaða Askur, 10 1/2 árs, gerði sér lítið fyrir og varð annar besti rakki tegundar með íslenskt meistarastig og er því orðin íslenskur meistari :-)