
Lotta er fædd í byrjun júní 2013. Foreldrar hennar er RW-14 RW-13 C.I.E. ISShCh Bjarkeyjar Take A Chance On Me og Allerts Custom Made. Hún er með yndislega skapgerð og lofar góðu byggingalega séð.
Hún hefur verið sýnd með góðum árangri, þeim helstum að á maí sýningu 2015 varð hún besti hundur tegundar, með sitt fyrsta íslenska meistarastig, og varð svo í 2. sæti í tegundarhópi 8.
Í júní 2015 varð hún besta tík tegundar með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig.
Í september 2015 varð hún BOB með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig og varð þar með orðin íslenskur meistari. Á þessari sýningu varð hún "Qualified for Crufts 2016".
Hún varð því íslenskur meistari á innan við einu ári og erum við stolt af þeim árangri hennar.
Hún var Top Winning Cocker 2015 (deilir titlinum með rakkanum ISShCh Cockergold So You Think You Can Dance).